Fasteignafélagið Eyjólfur, sem er í eigu fjárfestingafélagsins Aztiq, og Alverk hafa undirritað samning um uppsteypu og frágang utanhúss vegna stækkunar hátækniseturs í Vatnsmýri. Hátæknisetrið verður hrein viðbót við húsakynni Alvotech en Eyjólfur hefur gert langtíma leigusamning við Alvotech um notkun hússins.
Verkið felst í uppsteypu og utanhúss frágangi vegna stækunnarinnar en byggingin er á svæði Vísindagarða í Vatnsmýri. Byggingin verður fjórar hæðir auk kjallara, alls 12.600 m².
Kostnaður við uppsteypu og utanhúss frágang eru rúmir tveir milljarðar króna og áætlaður heildarkostnaður stækkunarinnar er um fimm til sex milljarðar króna. Heildarfjárfesting Aztiq vegna uppbyggingar Alvotech hér á landi er yfir 100 milljarðar króna.
Alverk og Samtök um kvennaathvarf hafa gengið frá samstarfssamningi varðandi undirbúning og hönnun á byggingu neyðarathvarfs fyrir konur og börn.
Áætluð stærð er u.þ.b. 800 fm og verður nýja athvarfið staðsett á lóð sem Reykjavíkurborg hefur úthlutað Sjálfseignarstofnun Kvennaathvarfsins. Alverk ásamt Sigríði Ólafsdóttur, arkitekt hjá Grímu arkitektum, mun fyrst um sinn vinna að forskoðun og þarfagreiningu fyrir hið nýja athvarf og jafnframt aðstoða við breytingu á deiliskipulagi, í samstarfi við skipulagssvið Reykjavíkurborgar og ráðgjafa borgarinnar, fyrir hönd verkkaupa.
Samningurinn er undirritaður í framhaldi af góðu samstarfi aðilana um byggingu á nýju áfangaheimili Kvennaathvarfsins.
Alverk hefur nú samið við Landhelgisgæslu Íslands, í umboði Framkvæmdasýslu Ríkisins, um byggingu svefnskála á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar. Til stendur að byggja um 300 gistirými á svæðinu, fram til ársins 2024.
Aðalhönnuður fyrir Alverk er Sigríður Ólafsdóttir arkitekt hjá Grímu ehf. og um verkfræðihönnun sér Verkfræðistofan EFLA.
Alverk vinnur í dag að nokkrum spennandi og krefjandi verkefnum á höfuðbogarsvæðinu og hefur innan sinna raða kraftmikið, vel menntað og metnaðarfullt starfsfólk með langa reynslu.
Alverk hefur yfirumsjón með framkvæmdum í verktöku og sinnir verkefnis- og byggingastjórn. Fyrirtækið veitir einnig ráðgjöf við undirbúning framkvæmda, virðisgreiningu og hönnun. Alverk býr yfir fjölbreyttu og traustu tengslaneti verktaka, iðnaðarmanna og birgja með góðan rekstrargrundvöll, sem nýtist metnaðarfullum verkkaupum vel þegar vinna þarf markvisst og skipulega.