Alverk

Alverk byggir fyrir kvennaathvarfið

MYND AF SIGÞRÚÐI GUÐMUNDSDÓTTUR FRAMKVÆMDASTÝRU KVENNAATHVARFSINS OG AÐALGEIR HÓLMSTEINSSYNI FRAMKVÆMDASTJÓRA ALVERKS EHF. VIÐ UNDIRRITUN MEÐ COVID VARNIR.

Alverk byggir fyrir kvennaathvarfið

01/12/2020

Alverk og Samtök um kvennaathvarf hafa gengið frá samstarfssamningi varðandi undirbúning og hönnun á byggingu neyðarathvarfs fyrir konur og börn.

Áætluð stærð er u.þ.b. 800 fm og verður nýja athvarfið staðsett á lóð sem Reykjavíkurborg hefur úthlutað Sjálfseignarstofnun Kvennaathvarfsins. Alverk ásamt Sigríði Ólafsdóttur, arkitekt hjá Grímu arkitektum, mun fyrst um sinn vinna að forskoðun og þarfagreiningu fyrir hið nýja athvarf og jafnframt aðstoða við breytingu á deiliskipulagi, í samstarfi við skipulagssvið Reykjavíkurborgar og ráðgjafa borgarinnar, fyrir hönd verkkaupa.

Samningurinn er undirritaður í framhaldi af góðu samstarfi aðilana um byggingu á nýju áfangaheimili Kvennaathvarfsins.