Frágangur innan íbúða í Austurhlíð 10-14 er í góðum gangi, málningarvinna langt komin og parket komið á gólf. Uppsetning og frágangur innréttinga og hurða er í fullum gangi. Málun og frágangur sameigna vinnst samhliða lokafrágangi íbúða. Verið er að steypa upp síðustu veggina við innkeyrslu í bílakjallara og er vinna við pípu- og raflagnir ásamt loftræstingu innan bílakjallara í góðum farvegi.
Þessa dagana eru að jafnaði 60 starfsmenn á verkstað sem vinna við frágang lagnakerfa, raflagnir, múrverk, málun, innréttingar, járnsmíði, flísalagnir, trésmíða- og klæðningavinnu ásamt fleiru. Verkið er á áætlun og stefnt er að verklokum í vor. Yfirborðsfrágangi lóðar lýkur svo sumarið 2021.
Nú er uppsteypu mannvirkja við Austurhlíð 10-14 lokið. Vinnu við bílakjallara utanhúss er einnig að mestu lokið, ásamt því sem innan- og utanhúss frágangur íbúða og bílakjallara er í fullum gangi og gróf frágangur lóðar kominn vel á veg. Þessa dagana eru að jafnaði um 50 starfsmenn á verkstað, sem vinna að frágangi lagnakerfa, við raflagnir, múrverk, flísalagnir, trésmíða- og klæðningavinnu, stálsmíði og málun, ásamt fleiru. Verið er að setja upp létta innveggi, innréttingar, leggja gólfefni og er uppsetning á innihurðum að hefjast. Þessi frágangsvinna er, þegar þetta er skrifað, lengst komin í A10, en A12 og A14 fylgja fast á eftir. Verkið er á áætlun og stefnt er að verklokum næsta vor, samanber verkskilmála. Yfirborðsfrágangi lóðar lýkur svo sumarið 2021.
Val án kostnaðarauka
Val um borðplötur dökk/ljós.
Val um tvö gólfefni.
Val um hvítar flísar eða að borðplata fari áfram upp. Einnig má sleppa því og þá er málað hvítt með sömu málningu og er á stofu/almennu rými.
Val með kostnaðarauka
Deluxe 1 – Fullkomnari eldhústæki, span helluborð, ísskápur og uppþvottavél með framhlið í stíl við innréttingu.
Deluxe 2 – deluxe 1 + combi ofn (sambyggður ofn og örbylgjuofn).
Viðbótar skápar í þvottahús.
Val um kvarts borðplötu dökk/ljós.
Það er ekki hægt að breyta tækjapakka innbyrðis – öll sýnileg tæki eru með stál útliti. Vönduð Bosch tæki.
Samkvæmt teikningum er án kostnaðarauka lágur veggur, 120cm hæð.
Val með viðbótar kostnaði, veggur burt, breiðari borðplata, breiðari endi og hægt að sitja við “barborð”.
Val með viðbótar kostnaði , sama og tvö nema viðbótar grunnir skápar í stíl við innréttingaval.
Armur/eyja fjarlægð – enginn afsláttur eða inneign.
Hægt er að fá íbúð afhenta án gólfefna en flísar eru ávallt lagðar – enginn afsláttur eða inneign. Aðeins hægt að leggja sjálfur EFTIR afhendingu.
Hægt er að sleppa flísum á milli skápa í eldhúsi og þá afhent málað – enginn afsláttur eða inneign.
Fataskápar í fataherbergi eru úr eikar laminat án hurða í öllum útfærslum.