Alverk

Keflavíkurflugvöllur

Alverk byggir svefnskála á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar

Alverk hefur nú samið við Landhelgisgæslu Íslands, í umboði Framkvæmdasýslu Ríkisins, um byggingu svefnskála á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar. Fyrsti áfangi samningsins snýst um hönnun og byggingu 50 gistirýma í einu húsi. Samningurinn verður svo að öllum líkindum framlengdur um önnur 50. Til stendur að byggja um 300 gistirými á svæðinu, fram til ársins 2024.

Alverk fékk samninginn að undangengnu forvali og alútboði. Alverk fékk hæstu einkunn fyrir tillöguna og var með hagkvæmasta verðið af fjórum þátttakendum.

Aðalhönnuður fyrir Alverk er Sigríður Ólafsdóttir arkitekt hjá Grímu ehf. og um verkfræðihönnun sér Verkfræðistofan EFLA.

Fréttir