Alverk

Stækkun hátækniseturs Alvotech í Vatsmýrinni

JÓHANN G. JÓHANNSSON, FORSVARSMAÐUR EYJÓLFS OG AÐALGEIR HÓLMSTEINSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI ALVERKS, UNDIRRITA SAMNINGA.

Stækkun hátækniseturs Alvotech í Vatsmýrinni

10/05/2021

Fasteignafélagið Eyjólfur, sem er í eigu fjárfestingafélagsins Aztiq, og Alverk hafa undirritað samning um uppsteypu og frágang utanhúss vegna stækkunar hátækniseturs í Vatnsmýri. Hátæknisetrið verður hrein viðbót við húsakynni Alvotech en Eyjólfur hefur gert langtíma leigusamning við Alvotech um notkun hússins.

Verkið felst í uppsteypu og utanhúss frágangi vegna stækunnarinnar en byggingin er á svæði Vísindagarða í Vatnsmýri. Byggingin verður fjórar hæðir auk kjallara, alls 12.600 m².

Kostnaður við uppsteypu og utanhúss frágang eru rúmir tveir milljarðar króna og áætlaður heildarkostnaður stækkunarinnar er um fimm til sex milljarðar króna. Heildarfjárfesting Aztiq vegna uppbyggingar Alvotech hér á landi er yfir 100 milljarðar króna.