Alverk

Stakkahlíð

Staða verks í byrjun September 2020

Framkvæmdir við íbúðir fyrir Byggingafélag Námsmanna við Stakkahlíð ganga vel. Jarðvinnu er lokið og uppsteypa húsanna hafin.

Námsmannaíbúðir

Þann 27. desember 2019 undirrituðu Alverk og Byggingafélag Námsmanna samning um byggingu á 100 námsmannaíbúðum sem rísa nú við Bólstaðarhlíð og Austurhlíð í Reykjavík.

Framkvæmdir hófust í maí og jarðvinna er vel á veg komin. Steypuvinna er hafin þegar þetta er skrifað. Hægt verður að fylgjast með verkframvindunni hérna og við munum uppfæra textann reglulega.

Hluti íbúðanna eru svokallaðar „Co-living“ íbúðir, sem þýðir að þar deila íbúar sameiginlegu eldhúsi og stofu. Samtals skila þessar 100 íbúðir 126 leigurýmum fyrir um 150 íbúa.

Samningurinn er í alverktöku og snýr því bæði að hönnun og byggingu íbúðanna. Alls nemur byggingarmagnið 5.770 birtum fermetrum.

Undirbúningur þessa verkefnis hefur staðið lengi en útboð vegna verkefnisins fór fram í mars 2018, þar sem Alverk varð hlutskarpast bjóðenda.

Framkvæmdirnar eru fjármagnaðar með stofnframlagi frá Reykjavíkurborg og Íbúðalánasjóði og byggðar samkvæmt reglum um almennar íbúðir. Eigandi verkefnisins er sjálfstætt undirfélag BN, Stakkahlíð hses. og nemur samningsupphæð alverktökusamningsins u.þ.b. 2.500 milljónum króna.

Aðalhönnuðir Alverks eru Arkþing/Nordic ehf. og verkfræðihönnun er í höndum Vektors ehf.

Áætlað er að framkvæmdum verði lokið í ágúst/september 2022.